OPIÐ KALL
◼️
OPIÐ KALL ◼️
hafnar◼️space er listamannarekið sýningarrými í hafnar.haus
Would you like this info in english instead? → click here
Vilt þú sýna myndlist, hönnun, tónlist, gjörning, prentverk, ritverk, innsetningu eða aðra skapandi rannsóknarvinnu í hafnar.space haustið 2025?
Umsóknarfrestur er til og með föstudeginum 15. ágúst 2025.
Umsækjendur verða látnir vita um val föstudaginn 29. ágúst 2025.
-
hafnar.space er inn af mötuneyti hafnar.haus, sem er vinnustofurymi og samfélag skapandi fólks á 2.-4. hæð á Tryggvagötu 17. Ekki er nauðsynlegt að vera meðlimur í hafnar.haus til að sækja um að sýna í hafnar.space, en ákveðinn fjöldi sýningartækifæri verður frátekinn fyrir meðlimi.
-
Hafnar.space er sýningarstýrt sýningarrými fyrir listafólk sem sýnir framúrstefnulega, gagnrýna, tilraunakennda list.
Við höfum sérstakan áhuga á list sem á í samtali um og við vistfræði, heimspeki, vísindi, tæknigeirann, pósthúmanisma og siðfræði. Við trúum á list og hönnun sem tól til samfélagsrýnis og mótun framtíðarsýnar á síbreytilegum tímum.
Ekki er krafist listmenntunar en einhver reynsla af sýningarhaldi er kostur.
Sýningartillögur mega falla utan við þetta svið.
Lengd sýninga
Sýningar eru almennt fjórir til fimm dagar, frá fimmtudegi til mánudags.
Sýningartímabil eru stutt til að takmarka álag á umsjónarmenn þar sem um listamannarekið rými er að ræða og öll vinna í sjálfboðaliðavinnu. Okkar reynsla er sú að flest fólk mætir á opnun eða síðasta sýningardag, svo lagt verður upp með að hafa stuttar en mjög sýnilegar sýningar.
Sýningargjald
Hafnar.space rukkar 6.000 kr sýningargjald og tekur 15% söluþóknun af verkum (ef verk eru til sölu) til að standa undir grunn kostnað við rekstur (sparsl, málning, prent, vefsíða)
Að öðru leyti er sýningarrýmið óhagnaðardrifið og rekið í sjálfboðaliðavinnu
-
Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál.
Ekki er nauðsynlegt að vera meðlimur í Hafnar.haus til að sækja um að sýna í Hafnar.space en ákveðinn fjöldi sýningartækifæra verða frátekin fyrir meðlimi.
Rýmið hentar vel undir myndlistar- og hönnunarverk í flestum miðlum en við erum opin fyrir verkum / hugmyndum utan svið myndlistar og hönnunar (tónlist, kvikmyndir, tölvuleikir, digital verk, ritverk, hvaða form sem þín list tekur)
Hægt er að sækja um sem einstaklingur eða hópur.
Sýningarstjórar munu í einhverjum tilfellum velja listafólk inn í samsýningar.
Takmarkað pláss er í boði og ekki er öruggt að öll sem sækja um komist að í þessari umferð sýninga.
-
Sýningartillögu má skila inn í eyðublað hér fyrir neðan eða sem PDF í tölvupósti í contact@hafnar.space
Sýningartillaga skal innihalda:
100-200 orð um reynslu listamanns/listhóps
100-300 orð um innihald og bakgrunn sýningarinnar
Hvernig samræmist sýningin þín hinum þrem stoðum sjálfbærni: samfélag, náttúra og efnahag?
Okkur er annt um umhverfis- og loftslagsmál og við viljum heyra frá þér hvort og hvernig verkefnið þitt tekur mið af sjálfbærni. Þó svo að afurðin eða innihald verkefnisins fjalli ekki með beinum hætti um umhverfis- og loftslagsmál, þá má endilega segja okkur frá því ef það eru þættir í ferli eða framkvæmd listarinnar sem taka vistspor og umhverfisáhrif til greina.
3-10 sýnishorn af fyrri verkum og skissur af sýningu eftir því sem það á við
Ferilskrá allra umsækjenda